• EN

Víkingaheimar

Víkingaheimar standa við sjávarsíðu Reykjanesbæjar þaðan sem stórfenglegt útsýni er yfir Faxaflóann. Víkingaheimar samanstanda af glæsilegu sýningarhúsi þar sem gefur að líta fimm sýningar, landnámsdýragarð, útileiksvæði og útikennslustofu.

Helsta aðdráttarafl Víkingaheima er hið stórkostlega víkingaskip Íslendingur sem smíðað var af skipasmiðnum Gunnari Marel Eggertssyni sem nýtti sér raunverulegt níunda aldar víkingaskip sem fyrirmynd og notaði þau efni og aðferðir sem næst komust því sem víkingarnir sjálfir notuðu. Gunnar lét þó ekki þar við sitja heldur sigldi Íslendingi til New York árið 2000 til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Vesturheims þúsund árum fyrr.

Fréttir og tilkynningar

 • 02.04.2014

  Leikskólinn Holt verðlaunaður fyrir Etwinning

  Þau eru hamingjusöm börnin á Holti, svo hamingjusöm að þau geta ekki annað en dillað sér af gleði og dansað við vorið líkt og sjá má af myndbandi sem nemendur og kennarar gerðu í tilefni þess að Leikskólinn Holt er að fá alþjóðleg verðlaun fyrir Etwinning verkefnið sitt.

 • 19.03.2014

  Safnahelgi á Suðurnesjum

  Safnahelgi á Suðurnesjum var haldin á nýafstaðinni helgi, 15. og 16. mars.

 • 17.01.2014

  Víkingaheimar sækja enn í sig veðrið

  Víkingaheimar í Reykjanesbæ skipa sífellt stærra hlutverk í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Frá því að þeir voru opnaðir árið 2009 hefur gestum fjölgað jafnt og þétt og frá árinu 2011 hefur þeim fjölgað um 145% og voru komnir upp í tæplega 21.000 í fyrra.

Yfirlit frétta og tilkynninga

Annað áhugavert í Reykjanesbæ